Um hreyfinguna

Hægt og rólega er ekki lífsstíll heldur hreyfing. Hér eru ekki kennarar og nemendur heldur samfélag. Samfélag af fólki sem er tilbúið að taka fyrsta skrefið í nýja átt. Fyrsta skrefið í að lifa hægar og að lifa í sannleika. Að muna að lífið sjálft er helgiathöfn.

Hægt og rólega kallar fram minningu, um það sem var alltaf þarna fyrir, en hafði gleymst.

Við göngum saman og við göngum í takt.

Í takt við hjarta jarðar.