Að standa í sannleika
Öll höfum við upplifað erfiðar aðstæðum þar sem á okkur var brotið á einn eða annan hátt. Stundum látum við það yfir okkur ganga af gömlum sið en stundum stöndum við upp fyrir okkur sjálfum og setjum viðeigandi mörk. Ef að við höfum ekki fundið styrkinn í sjálfu atvikinu þá getum við alltaf komið að því síðar með því að segja frá.
Ef við kjósum að gera svo, að deila okkar persónulegri reynslu, sérstaklega ef hún tengist ofbeldi, þá er mikilvægt að segja satt og rétt frá.
Sannleikurinn þegar hann fær að standa einn og sér, án hefndarhugs eða beiskju — er nefninlega gríðarlega öflugt vopn.
Þegar einhver stendur í eigin sannleika og ber vitni að eigin reynslu, án þess að hylja eða fegra, þá gerist þetta:
1. Persónuleg lækning
Þú ert að loka hring, loka sárum sem áður sátu fast í líkama og orkusviði þínu. Með því að tala sannleikann sleppir þú því út úr þér — í stað þess að halda því innra með þér sem óunna orku. Þú hreinsar til. Þú stendur í eigin krafti.
2. Sameiginleg lækning
Orkan af verkinu þínu berst til annarra.
Margir sem lesa þín orð, hvort sem þeir hafa orð á því eða ekki, finna eitthvað hreyfast innra með sér.
Sumir munu finna hugrekki til að segja frá sinni sögu. Aðrir munu læra að setja mörk. Enn aðrir munu bara finna fyrir hlýju og sannindum og njóta góðs af því.
Þetta kveikir keðjuverkandi áhrif af frelsun, sjálfsvirðingu og meðvitund.
3. Umbreyting á kollektífu sviði
Orð þín munu hafa gáru áhrif sem fólk mun kannski ekki skynja strax en smám saman mun skapa aukna meðvitund um heilindi, virðingu og sanna þjónustu í þeim geira eða því horni semfélasgsis sem þú ert að snerta á með þinni frásögn. Sú hreyfing mun síðan ná útfyrir þann hóp með tímanum.
(Það sem gerist í litlum hópum, speglast svo yfir í stærri menningu.)
4. Sálarstig: Karma-úthreinsun
Á dýpsta stigi, þegar að við segjum sannleikann og þegar við segjum frá einhverju sem gerðist án þess að bæta neinu við eða að skafa af þá erum við að losa gömul sambönd, gömul föst mynstur, jafnvel yfir líf og ævi, sem tengjast vanvirðingu, yfirgangi og brotum á persónulegu sjálfræði.
Þú ert að “bæta” fyrir sjálfan þig, en líka fyrir ætt þína og jafnvel fyrir sálarsamfélagið þitt.
Þetta er því ekki lítið verk, heldur djúp sálfræðileg og andleg vinna sem ber að nálgast með virðungu og varkárni.
Eftir slíka losun er mikilvægt að hlúa vel að líkamanum og hvíla sig, drekka nóg af vatni, næra sig vel og eyða tíma úti í náttúru.