Hin heilaga athöfn
Til fornra hefða voru húðflúr ekki skraut eða uppgerð – heldur helgun, þar sem húðin varð að altari.
Athöfnin sjálf var ritúal, heilög athöfn, ferðalag niður í djúpið þar sem líkaminn sjálfur varð kort fyrir fornar minningar. Hvert merki var stafur úr töfraritum jarðar - hver lína brú yfir í annan heim.
Í samfélögum á borð við Polynesíu, meðal frumbyggja Ástralíu, hjá norrænum þjóðflokkum og í Afríkuættbálkum, var litið á tattoo sem innvígslu inn í líf, samfélag, dauða og eilífð.
Athöfnin var gerð með virðingu og flúrið borið með stolti. Líkaminn varð sönnun þess að sálin hafði farið í gegnum eldinn og snúið aftur. Sársaukinn var partur af ferðlaginu og hann var heiðraður og viðurkenndur fyrir það sem hann var.
Þeir sem gerðu flúrin voru shamanar, töframenn, prestar og prestynjur, heilarar og “family elders”.
Þetta voru oft stríðsmenn sem voru mikils metnir í samfélaginu og höfðu unnið sér inn þann rétt að fá að myndskreita fólk þar sem tilgangurinn var: Vernd, að tilheyra, andlegir kraftar, heilun og tenging við forfeður.
í grunninn þá voru þessir menn og konur sérfræðingar í helgiathöfn eins mikið og þau voru listamenn.
Einhversstaðar á leiðinni höfum við tapað þessari tengingu við upprunann.
Með nýlendustefnu, iðnvæðingu og seinna poppmenningu höfum við glatað heilagleikanum og villst af vegi. Tattoo varð að söluvöru, tísku og persónulegri yfirlýsingu…. án tilgangs og án ásetnings.
En nú er minningin að vakna.
Við finnum aftur ilm fornu sögunnar, blóð hjartans, köllunina um að gera flúr að heilagri athöfn, ekki aðeins sem innihaldslaust skraut. Við erum að muna að húðin er það sem skilur að innri og ytri heim og að athöfnin sjálf sé portal – brú milli heima, þar sem tveir koma saman og halda rými fyrir það sem koma vill í gegn.
Við erum að muna – hvaðan við komum og hver við í raun erum.
Þegar húðin er snert af ásetningi og nálarnar tala tungumál líkama og anda, þá vaknar gamall eldur sem aldrei slokknaði – hann bara beið.
Við erum hér til að endurheimta fegurðina.
Við erum hér til að endurheimta eldinn.