Afhverju Tattoo Ritual ?

Mig langar að skrifa nokkra punkta um Tattoo Ritual, sem ég er að bjóða upp á.

Ég ætla hafa þetta hrátt og beint frá hjartanu, enda skilar það sér alltaf best þannig.

Við lifum í heimi sem dásamar hraða, að vera “upptekinn”, eiga mikið og hafa nóg.

Við lifum einnig á tímum þar sem allt þarf að gerast núna og enginn hefur tíma fyrir að lesa neitt lengra en 3 sek.

Það er orðið svolítið klikkað og ég finn hvernig við öll þráum að komast til baka í alvöru tengingu, í alvöru nánd og að eiga góðar stundir með náunganum (helst alveg án tækni ).

Tattoo er tilvalin leið til þess, svo annarlega. Að fara í tattoo á að vera og er heilög stund þar sem að einstaklingur er að breyta sér og líkama sínum til frambúðar. Það er engin smá aðgerð. Það að  fá að gera varanlegt verk á húð annars er MIKILL HEIÐUR og ætti aldrei nokkurtímann að vera tekið léttilega.

Hinsvegar er það svo komið, einsog með svo margt annað, að tattoo speisið (ef svo má að orði komast ) hefur í gegnum seinustu ár og áratugi verið hijakced af myrkrinu. Ég get ekki orðað það öðruvísi en því miður þá komst þar inn ákveðið myrkur og fólk, aðallega brotnir karlmenn, fóru að nýta sér stöðu sína til misnotkunar, valdnýðslu og ofbeldis (oft mjög falið).

Alltof margir eiga slæma tattoo reynslu - og það er bara alls ekki í lagi. Skaðinn af því er mikill, hvort sem að við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. EN ég ætla ekki að tala mikið um það hér núna, en klárlega eitthvað sem ég kem að seinna og skrifa betur um.

Það sem mig langar að gera í dag, á þessu fulla tungli í fiskum, er að deila með ykkur fegurð og heilleika.

Minn tilgangur, með því að vera opna á Tattoo Rituals, er að færa aftur virðingu, nærveru og heilagleika inn í ferlið.

Það sem ég hef lært á mínum stutta og smá götótta ferli er að þegar tattoo er gert að athöfn, og gert af virðingu við listformið, við andann og við forfeður okkar þá eiga sér stað magnaðir hlutir. Minn skilningur er sá að það opnast portal milli heima,, þar sem mikil heilun, losun og umbreyting getur átt sér stað.

Þegar tveir koma saman, með ásetning og í fullri viðveru þá eru alltaf töfrar. Því að sá sem er að gera Tattoo-ið þarf að vera hér og nú til að gera ekki mistök og sá sem er að taka við flúrinu hann er staðsettur í líkamanum útaf sársaukanum sem nálin veldur.

Minningin um góða stund situr eftir í líkamanum og táknið / formið sem er nú á húðinni minnir viðkomandi alltaf á þessa tilfinningu.

Flúrið situr því í undirmeðvitundinni sem eitthvað jákvætt og fallegt og einsog við vitum þá stjórnar undirmeðvitundin 97% af okkar lífi.

Þannig að, að fá sér flúr er miklu meira en bara að myndskreyta sig. Það er statement, það er orkuvinna. Það er breyting á efni og orku til frambúðar.  Það sem gerist á meðan að verkið er gert er jafn mikilvægt og lokaútkoman. Þetta þarf allt að vinna saman.

Ég var nýlega að færa mig úr því að nota vél og gera því öll tattoo-in í “stick and poke”. Það er upprunalega formið og þannig höldum við hefðinni gangandi.

Ég er ennþá að læra og fæðast inní  þetta hlutverk og það verður eflaust alltaf svoleiðis. En einsog er þá er ég með ákveðið format á þessu og býð ykkur öll hjartanlega velkomin til mín. Ef þið viljið fá fallegt en einfalt flúr, gert í öruggu rými af ást og alúð, sem mun minna ykkur á hversu öflug þið eruð og hversu fallegt lífið getur verið þegar við staðsetjum okkur í hjartanu, þá er ég hér fyrir þig. Þetta er ritaul af gamla skólanum þar sem mystería, alkemía, shamanismi er partur af upplifuninni.

Það er bæði hægt að panta tilbúin “flösh” og svo er hægt að byðja um sérpöntun. Einnig er ég að vinna í því að skera form í rekavið sem ég fann á ströndum og nota hann sem stencil fyrir ferlið. Þannig að það er margt að hreyfast, þótt það gerist kannski hægt. En það er bara best þannig, ég er að móta þetta og ég er að fá upplýsingar til mín um hvernig ég á að gera það, bæði í gegnum drauma, innsæi og í gegnum náttúruna (hún vil klárlega vera með).

Hef þetta ekki lengra í bili. Þið njótið ykkar og fulla tunglsins í kvöld. Mæli sterklega með að gera smá ritual í tilefni dagsins

Kær Kveðja

DAO

Next
Next

Heilun - nokkrir punktar