Heilun - nokkrir punktar
Það sem heilun í raun og veru þíðir er að gera eitthvað heilt aftur. Heilari er sá sem getur haldið á tíðnisviði heilleika og þaðan getur hann svo boðið öðrum sálum inn, þar sem þær fá að uppplifa það sama og á endingu trúa á heilleika, eftir langan tíma í sundrung.
Heilarinn heldur rýminu hreinu og vinnur með andanum(e.spirit). Hann virkar sem brú á milli heima og tengir saman efni og anda.
Verkfæri heilarans eru margvísleg en til þess má nefna; trommur, söngskálar, hristur, viður, kristallar, vatn, salt, eldur og loft.
Þegar að einstaklingur í raunheimum dregur sig saman við annan sem er að halda heilagt rými þá er það alltaf samspil sem sálirnar þeirra eða hærra sjálf hafa skipulagt og undirbúið. Ferlið sjálft snýst svo um það að skoða og endurheimta það sem var týnt, skaddað eða klofið frá heildinni. Heilun gerist einungis í virðingu, vernd og fullri viðveru. Heilun á sér stað í ljósinu og oftar en ekki í augum annars.
Þar kemur heilarinn inn sem í raun spilar út það sem við köllum vitni. Vitnið er sú eða sá sem sér, ekki til að dæma eða laga, heldur til þess að staðfesta og skrásetja. Oft snýst þetta um að viðurkenna sársauka, viðurkenna að eitthvað hafi gerst eða jafnvel horfa yfir farinn veg og samþykkja allt einsog það var í stað þess að halda í þá sögu sem við höfðum alltaf sagt okkur.
Þannig getum við frelsað staðnaða orku sem var í raun aldrei sönn. Og af þeim sökum hafði sú orka einmitt haldið aftur af okkur.
Að lokum: Heilun er bara orð, sem ég gæti samt mögulega séð fyrir mér að fari að verða meira notað á næstunni, sem er gott og blessað. En það þarf að passa sig að setja kannski ekki of mikið vægi í orðin og útskýringarnar sem í raun eru bara fyrir og takmarka og minnka það sem raunverulega er að gerast.
í enda dags er þetta samverustund þar sem þú færð að hitta sjálfa/n þig, kafa dýpra og læra eitthvað nýtt. Stundum gerist það strax og stundum gerist það nokkrum dögum, vikum eða mánuðum seinna. Fyrir skilvirkastan árangur er gott að líta á þetta einsog að fara í nudd og kíkja með 6-8 vikna millibili og halda þannig jöfnum og stigvaxandi dampi á þessu ferðalagi sem sálin þín kaus að taka.