Það nennir enginn

Nálægð án nándar. Bros sem enginn meinar. Glansmynd sem enginn passar raunverulega inn í.

Það er kominn lang- þreyta í mannskapinn og við finnum það öll.

Það nennir enginn að þurfa sífellt að vera „gera eitthvað úr lífinu“. Að þurfa hafa markmið, stefnu, framvindu, framleiðslu eða að svara spurningunni „hvað gerir þú?“ eins og maður sé vara, ekki vera.

Það nennir heldur enginn að segja “allt gott” þegar að það vita það allir undir sólinni að það er að sjálfsögðu ekki ALLT gott, og ef svo væri þá væri það hundleiðinlegt.

Við vitum þetta. Þið vitið þetta.

En samt snúast tannhjólin – sami hringurinn, sama mynstrið, sami blindi ávaninn.

Eins og biluð plata sem enginn man hvernig byrjaði – en allir dansa samt enn með.

Þetta er í raun kveikurinn að “Hægt og Rólega”.  Einhverskonar mótsögn við hinn ríkjandi takt samfélagsins.

Þetta er ekki lausn eða vara. Þetta er boð, fyrir þá sem vilja tengjast á dýpri hátt við sjálfan sig, aðra og náttúruna.

Við tökum ekki þátt í kapphlaupinu. Við löbbum hægt og við stoppum oft. Við hlustum á vindinn, moldina og fuglasönginn. Sólin er kennari og sömuleiðis hafið.

Stundum erum við glöð, stundum í sorg, stundum að vaxa og stundum að draga okkur saman. Við reynum ekki að breyta – við mætum því sem er.

Þetta er dans, þetta er líf, en ekki glans útgáfan – heldur þessi hráa..

Litapallettan er margslungin, rétt eins og mannskepnan og hennar tilvist. Þannig ætlum við að bera þennan eld áfram.

Þetta eru fyrstu skrefin, við sjáum hvað setur með framhaldið.

Kannski hittumst við í sumar.

Kannski seint í haust.

Kannski núna – eða aldrei.

Við viljum allavega bjóða þig velkomin/nn og þakka þér fyrir að ferðast með.

Previous
Previous

Að verða faðir

Next
Next

BURN OUT