DRAUMAR

Það sem við köllum drauma er oft lítið virt í heimi sem elskar rökhyggju og árangur. En í gömlum menningarheimum voru draumar heilagir. Þeir komu með mikilvæg skilaboð frá handanheimum yfir í vökulífið.

Til að mynda byrjuðu frumbyggjarnir í Ástralíu - og víðar - hvern morgun á því að ræða drauma næturinnar.

Þorpsbúar sátu þá í hring í kringum eldinn og deildu sögum úr öðrum heimi. Ekki endilega sem afþreyingu heldur sem leið til að skilja lífið, sjálfið og hvort annað. Leið til að mögulega komast betur af.

Kannski erum við öll frumbyggjar í eðli okkar og kannski er þetta eina leiðin til að byrja daginn. Það gerum við allavega og oftar nær byrja okkar morgnar á því að fara yfir ferðalög næturinnar ásamt léttri úrvinnslu og/eða speglun.

Eflaust heyrir einhver rödd í höfðinu núna sem segir: „En ég man aldrei draumana mína.“

Það er ekki óalgengt. Þvert á móti – margir muna þá ekki. En það er hægt að breyta því.

Munurinn liggur ekki í því hversu andlegur þú ert eða hvort þú sért „meira vaknaður“ en einhver annar – heldur einfaldlega í því hvort að ákveðnir hlutar verunnar séu orðnir virkir, við komum að því hér að neðan.

En fyrst: Hvers vegna að ræða draumana? Hvernig nýtast þeir í hinu vakandi lífi?

Í fyrsta lagi: Þeir losa. Að tala um drauma hjálpar orkunni að flæða, hjálpar líkamanum og sálinni að hreinsa og heila.

Í öðru lagi: Þeir tengja. Draumasamtöl skapa nánd – fjölskyldustundir í dýpri skilningi.

Í þriðja lagi : Draumar eru leiðbeiningar. Þeir sýna okkur sannleika sem við sjáum ekki með þeim skynfærum sem við notum í vökulífi.

Draumar eru lifandi leiðbeiningar úr annari vídd, frá öðru sviði lífsins. Skilaboð úr undirheimum sálar.

Þegar við lærum að túlka þá rétt þá geta þeir farið að vinna með okkur og beina okkur á réttar slóðir, minna okkur á hvaða verkefni eru framundan og ef svo liggur við vara okkur við hættum eða röngum beygjum.

Að rækta þessa tengingu er mikilvægt skref til að lifa í fullri meðvitund og í snertingu við lögmál alheimsins. Draumarnir gefa okkur innsýn inn í það hernig líf tala saman, sín á milli, á eigin leyndu tungumáli.

Draumar og astral líkami:

Til þess að ferðast meðvitaður í draumaheimum þarf ákveðinn hluti verunnar að vera orðinn virkur ( e. Activated). Sá hluti

Kallast astral líkami eða ljóslíkami.  Astral líkaminn er einsog ljósmynd af sjálfinu - orkuform sem er ekki tengti við efnislíkamann, þessi sem þú burðast með allan daginn alla daga. Astral líkaminn getur ferðast um heima og geima, í framtíð og fortíð og á milli vídda.

Þegar við erum sofandi þá er það hann sem færist og fer og nær í upplýsingar og visku sem svo koma í raun heim til baka í líkamann þinn, svo að þú getir orðið meðvitaður um tilheyrandi visku.

Það sem spilar einnig inn í er þriðja augað eða fjólubláa (indigo) orkustöðin sem er staðsett á miðju enninu. Þessi orkustöð tengist andlegri skynjun, innsæi og getuna til að sjá það sem augun okkar nema ekki.  Þegar þriðja augað er virkt að fullu mun draumaheimurinn lýsa upp að innan og þú ferð ekki lengur þar inn einsog blindur farþegi með fiskinet heldur sem meðvitaður ferðalangur.

Nokkrar leiðir til að virkja draumana sína:

Ritúal fyrir draumaminni

Settu þér ásetning áður en þú ferð að sofa: „Ég ætla að muna draumana mína í fyrramálið. Skrifaðu þessa setningu á blað og leggðu undir koddann. Hafðu glas af vatni á náttborðinu. Blessaðu vatnið. Biddu það um að geyma upplýsingarnar.

    Þegar þú vaknar: Drekktu vatnið og skrifaðu um leið og þú vaknar. Ekki reyna að muna bara skrifa allt sem kemur jafnvel þótt það sé bara nokkur stök orð, tilfinning eða litur. Alllt hjálpar til við að dýpka tengingu og skilning með tímanum.

Steinar sem styðja drauma:

  • Ametyst

  • Labradorít

  • Selenite

  • Mánasteinn / moonestone

Plöntur og jurtir fyrir draumavinnu:

  • Blue Lotus

  • Mugwort

  • Lavender

  • Damiana

Annað hjálplegt: Hugleiðsla fyrir þriðja augað, vatnsfasta og hreinsun á svefnstað.

Lykillinn er samt alltaf þú og þinn ásetningur þegar að kemur að draumavinnu.

Þinn vilji til að muna og traustið til þess að draumarnir muni koma – á sínum hraða, með sínum hætti.

Gangi þér vel og happy dreaming! :))))

Previous
Previous

Sálfræði vs. heilun

Next
Next

Að verða faðir