Sálfræði vs. heilun
Sálfræði hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að opna umræðu um andlega heilsu. Hún hefur hjálpað okkur að skilja muninn á hugsunum og tilfinningum, kenndi okkur hugtök eins og “triggera”, “trauma viðbragð” og “innra barn”. Hún gaf mörgum orð fyrir flókin kerfi og í grunnin hjálpaði fólki að lifa af og jafnvel þroskast.
En sálfræðin þróaðist í veröld þar sem öll svör þurftu að vera mælanleg, rökræn og skráð niður. Hún þurfti að passa inn í akademískt módel sem byggði á útskýringum – frekar en upplifunum. Þannig fór hún smám saman að fjarlægjast kjarnann, sem er sálin sjálf.
Sálin er ekki línuleg og lætur því ekki mæla sig, því hvernig í ósköpunum er hægt að mæla eitthvað sem á sér hvorki upphaf né endi.
Sálfræðin hefur því oftast nær aðeins náð niður á yfirborð undirmeðvitundarinnar. Hún horfir á einkenni og reynir að tengja þau við ástæður. Hún vill skilja og það er fallegt. En fyrir sálina þá gefur það ekkert að skilja, það er heilinn sem sér um það. Það sem sálin vill allra helst er að upplifa og hún gerir það í gegnum tilfinningar, viðveru og sköpun.
Sálin þarfnast upplifunar.
Djúp og gömul sár þurfa nærveru, bæði orkulega og líkamlega. Við getum ímyndað okkur þau einsog lítil börn, sem þau í raun eru því að sárin gerðust (að mestu) þegar við vorum lítil börn. Þegar við erum með lítil börn þá erum við ekki að reyna laga neitt við erum bara til staðar fyrir þau. Við höldum utan um þau og elskum þau. Við leyfum orkunni að tala og við pössum okkur að vera vitni að því sem gerðist til þess að barnið þurfi ekki að bera það eitt. Þannig nálgumst við sárin okkar - ekki með því að tala um þau eða reyna að skilja.
Það sem áður virkaði – 50 mínútna samtal við fagmann sem skráir niður og greinir– virkar ekki lengur fyrir alla. Við lifum ekki bara á öðrum tímum heldur einnig á öðrum tíðnum. Það er allt að breytast og sálin er farin að kalla á eithvað annað.
Heilun og shamanísk vinna fer fram með öðrum hætti, þar sem náttúran, öndunin, hljóð, hreyfing og orka verða að tungumáli. Sá sem kemur inn þarf ekki að útskýra neitt, bara að mæta. Sá sem heldur svo rýmið býður upp á að vera vitni þar sem þú heilar sjálfan þig í gegnum nýja tungumálið. Orðin eru vissulega notuð en stór partur af vinnunni er án orða og yfirleitt er það sú vinna sem skilar hvað mestum árangri og er hvað skilvirkust þegar kemur að því að hjálpa fólki að líða betur.
Þetta er staður til að hleypa öllum þeim pörtum fram sem hafa verið bældir niður í áraraðir. Þetta er staður þar sem engin tilfinning er of stór og ekkert sár er of rótgróið. Á þessum stað mátt þú vera allt það sem þú ert.
Kannski finnur þú að tími er kominn til að stíga inn í eitthvað annað. Kominn með nóg af ráðleggingum og útskýringum og farinn að þyrsta í upplifun. Eitthvað sem hreyfir við þér og hjálpar þér að muna.
Það sem oft reynist vel, er að byrja að kanna. Finna einhvern sem vinnur af heilindum. Heilara sem býður uppá öryggi – án þess að ýta, laga eða draga þig áfram. Það má prufa sig áfram. Einn tími hér, annar þar. Gott er að fara eftir tilfinningu, finna hvar er traust eða léttleiki og svo fylgja því.
Þegar þú finnur einhvern sem mætir þér að alvöru þá getur ferlið byrjað. Það gerist ekki á einum degi heldur jafnt og þétt yfir ákveðin tíma, hægt og rólega alveg eins og í sögunni um skjaldbökuna og hérann.
Ef þessi orð tala til þín – þá ertu velkomin(n) til mín. Ég vinn með shamanískar aðferðir í gegnum samtal, orkuvinnu og hljóð.
Ég stend vörð fyrir þig og þú ferð þína leið.
DAO